Metazone Liquid frá NAF er fóðurbætir á vökvaformi, þróaður til að styðja við hin náttúrulega bólgueyðandi ferli hjá hrossum. Fóðurbætirinn er áhrifaríkt fimm stjörnu næringarefni fyrir umönnun hrossa sem þurfa eitthvað aukalega. Metazone Liquid samanstendur af samverkandi blöndu plöntunæringarefna sem styðja þessi bólgueyðandi ferli þar sem þeirra er þörf í líkamanum, hvort sem það er í liðum, fótum, sinum, liðböndum, vöðvum eða húð. Metazone Liquid er öruggt til notkunar fyrir keppnishross þar sem ekkert keppnisbann er á innihaldsefnum vörunnar. Það þýðir að hægt er að gefa Metazone Liquid með fóðri á hverjum degi, eða eftir þörfum, til að halda hestinum þínum í góðu standi.
Gefið út á daglegt fóður. Gefið smærri skammta til að byrja með og aukið svo í fullan skammt til að leyfa hrossinu að venjast bragði.
Fyrir keppni/eða annað álag (gefið í 4-5 daga) = 45-50ml 1x á dag yfir fóður. Viðhaldsskammtur (að staðaldri) = 15-30ml 1x á dag yfir fóður.
Hámarksskammtur er 45-50ml 1x á dag yfir fóður og skal einungis gefa 4-5 daga í senn þegar álag eykst, hvort sem það er fyrir keppni, ferðalag eða annað álag. Ekki gefa umfram ráðlagðan dagskammt.
Frekari upplýsingar um vöruna >
Legal notice | All Right Reserved | Copyright 2025 | Website build by kaya creatives