Instant Magic paste

Five Star Instant Magic frá NAF er fóðurbætir á formi pasta sem er hannaður fyrir hross bæði til að hafa róandi áhrif á þau en einnig til að auka einbeitingu þeirra og þannig hæfileika þeirra til að læra. Instant Magic inniheldur sérvaldar náttúrulegar jurtir í samblandi við magnesíum sem hefur margþætta eiginleika, en fyrst og fremst er það mikilvægt fyrir heilbrigt taugakerfi og vöðvastarfsemi. Við hönnun Five Star Instant Magic vörunnar frá NAF var gerð lyfleysu (placebo) þversniðsrannsókn þar sem könnuð voru áhrif vörunnar á bæði stress og einbeitingu hrossa. Rannsóknin sýndi áberandi mun á milli þeirra sem fengu Magic og þeirra sem fengu "lyfleysuna", aukinni einbeitingu og minna stress, án þess þó að hafa slævandi áhrif. Rannsóknin var birt í ritrýndu blaði og vann svo árið 2019 til "Beta Innovation Award". NAF Instant Magic fylgir reglum FEI um magnesíum og er því öruggt að nota fyrir öll hross.

Notkunarleiðbeiningar

Gefið hrossinu eina túpu 1-1 1/2 klst áður en slakandi áhrifa er óskað. Í sumum tilfellum getur verið þörf á að gefa einnig eina túpu kvöldinu áður. Virkar sérstaklega vel þegar gefið er samhliða Magic Liquid frá NAF.

Frekari upplýsingar um vöruna >

5.950ISK

Legal notice | All Right Reserved | Copyright 2025 | Website build by kaya creatives