Five Star GastriVet Pellets frá NAF er fóðurbætir fyrir hross í formi köggla. Fóðurbætirinn er þróaður til að róa og vernda slímhúð magans og halda henni heilli. Fóðurbætirinn er einnig ætlaður til að styðja við heilbrigða þarmaflóru hestsins. GastriVet Pellets styður við hin eðlilegu bólguhindrandi ferli líkamans, hjálpar til við að viðhalda réttu pH-gildi magans, viðheldur heilbrigðri og heilli magaslímhimnu og stuðlar að heilbrigðri þarmaflóru. Góð meltingarflóra er mikilvæg til að viðhalda heilbrigðu ónæmiskerfi og gegnir lykilhlutverki við fæðuniðurbrot.
Gefið GastriVet pellets daglega til að styðja við heilbrigða meltingu hrossa. Gefa skal hærri byrjunarskammt, eða í samráði við dýralækni. Ekki gefa umfram ráðlags dagskammts. Skömmtunarskeið (90ml) tekur u.þ.b 67g. Þegar að gefin eru 67g á dag endist 2kg fata einu hrossi í u.þ.b 30 daga.
Byrjunarskammtur (vika 1) = 268g á dag (4 skömmtunarskeiðar).
Byrjunarskammtur (vika 2-3) = 201g á dag (3 skömmtunarskeiðar).
Viðhaldsskammtur (að staðaldri) = 67g á dag (1 skömmtunarskeiða).
Frekari upplýsingar um vöruna >
Legal notice | All Right Reserved | Copyright 2025 | Website build by kaya creatives